Áreiðanleikasérfræðingur / Reliability Engineer
Mótaðu veröldina þína
Sem starfsmaður Alcoa verður þú mikilvægur hluti af tilgangi fyrirtækisins: að nýta tækifærin til að ná árangri.
Í okkar augum er sérhver starfsmaður Alcoa teymismaður, hugmyndaskapari og heimsmótandi.
Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi í hlutverk áreiðanleikasérfræðings.
Starfið felst í að þróa viðhaldsáætlanir og meta ávinning þeirra með áreiðanleikagreiningum, umsjón á varahlutum og rótagreiningar í samræmi við stefnu Fjarðaáls.
1.
Almennt um starfið
Markmið og tilgangur starfs
Stuðla að áreiðanlegum og hagkvæmum rekstri búnaðar með gerð fyrirbyggjandi viðhaldsáætlana og meta ávinning þeirra með áreiðanleikagreiningum.
Verksvið eða meginverkefni starfsins
Meginverkefnin eru meðal annars:
· Halda utan um búnaðarskrá Alcoa Fjarðaáls.
· Gerð viðhaldsáætlana í samræmi við áreiðanleikastefnu Fjarðaáls og mikilvægi búnaðar.
· Skilgreina varahluti í vörulista.
· Gerð verklýsinga fyrir fyrirbyggjandi viðhald.
· Framkvæma áreiðanleikagreiningar.
· Framkvæma rótargreiningar á vandamálum.
Ábyrgð í starfi
Vinna eftir áreiðanleikastefnu Fjarðaáls til að stuðla að áreiðanlegum og hagkvæmum rekstri Fjarðaáls.
2.
Grunnkröfur
Menntun og/eða réttindi sem krafist er
Tækni/verkfræðimenntun eða önnur hagnýt menntun s.s.
véliðnfræði.
Reynsla sem krafist er
Minnst 5 ára starfsreynsla og reynsla af viðhaldsmálum.
Reynsla af störfum framleiðslufyrirtækja kostur.
Hæfni sem krafist er
· Góð enskukunnátta.
· Geta unnið í teymi.
· Vilji til að læra.
· Sýna frumkvæði.
· Góð almenn tölvufærni og geta til að tileinka sér notkun tölvukerfa.
Samskiptafærni og samstarfsaðilar í starfinu
Viðhalds- og áreiðanleikasérfræðingar eiga í nánum samskiptum við planara, viðhaldsleiðtoga, iðnaðarmenn, rekstrarstjóra og tækniteymi framleiðslusvæða í sinni vinnu.
Samskipti við birgja, þjónustuaðila og tækniþjónustu Alcoa (Center of Exellence).
Alcoa Fjarðaál er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur.
Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Alcoa Fjarðaál býður samkeppnishæf laun og minni vinnuskyldu en almennt þekkist og er aðbúnaður starfsmanna til fyrirmyndar.
Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil.
Gildi Alcoa eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Kolfinna Finnsdóttir, sérfræðingur í ráðningum í gegnum netfangið kolfinna.finnsdottir@alcoa.com
Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr.
150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.
Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is.
Umsóknarfrestur er til og með 05.
...
- Rate: Not Specified
- Location: Reyðarfirði, IS-6
- Type: Permanent
- Industry: Engineering
- Recruiter: Alcoa USA Group
- Contact: Not Specified
- Email: to view click here
- Reference: Req-32777
- Posted: 2025-10-23 09:57:35 -
- View all Jobs from Alcoa USA Group
More Jobs from Alcoa USA Group
- Certified Nursing Assistant 10PM-6AM
- LVN/RN 10PM-6AM
- Postbote für Pakete und Briefe (m/w/d)
- Lead CNA
- Postbote für Pakete und Briefe in Henstedt-Ulzburg (m/w/d)
- LPN
- Postbote für Pakete und Briefe – Aushilfe in Bönningstedt (m/w/d)
- Sales & Customer Service Specialist in Koblenz (m/w/d)
- Production Associate - Recutter Operator Plugger (Rotating schedule)-2
- Driver CDL Class B - Rotating Shift (Dupont)-$25.00/hr
- Quality Control Clerk
- Finisher Trainee
- 2nd Shift: General Labor Utility/Roll Hanger-Add'l Shift Pay of $1.25/hour!!
- Forklift Driver - Shipping
- Forklift Operator - Production
- Continuous Improvement Engineer
- Maintenance Technician
- Junior Production Specialist
- Financial Analyst – IT and Corporate Functions
- General Laborer